Samningur um hjúkrunarheimili í Hafnarfirði

Samningur um byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum var undirritaður í gær. 60 rými verða á heimilinu sem áætlað er að verði tilbúið haustið 2012.

Hafnarfjarðarbær leggur heimilinu til lóð og annast hönnun og byggingu þess. Félags- og tryggingamálaráðuneytið greiðir á 40 árum Hafnarfirði hlutdeild í húsaleigu vegna húsnæðisins sem ígildi stofnkostnaðar.

Samkomulagið er gert á grunni nýlegrar lagabreytingar sem heimilar Íbúðalánasjóði að lána sveitarfélögum fyrir öllum byggingakostnaði hjúkrunarheimila. Sambærilegur samningur hefur þegar verið gerður um byggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ og unnið er að samningsgerð við sjö sveitarfélög til viðbótar, segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Alls er gert ráð fyrir uppbyggingu 360 hjúkrunarrýma í þessum níu sveitarfélögum.(ruv.is)

Það er fagnaðarefni,að búið sé að undirrita samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum í Hafnarfirði.Það er búið að vera lengi í undirbúningi að  hefja byggingu   hjúkrunarheimila. Samfylkingin lofaði því í kosningunum 2007 að byggð yrðu 400 hjúkrunarheimili á 4 árum.Jóhanna hóf sem félagsmálaráðherra undirbúning að framkvæmdum og lét gera áætlun um byggingu hjúkrunarheimila. Árni Páll tók við keflinu af Jóhönnu. Nú ætlar ríkið að láta Íbúðalánasjóð fjármagna framkvæmdir og   greiða leigu fyrir á 40 árum sem ígildi stofnkostnaðar.Vonandi verður úr framkvæmdum nú.Áður hefur verið skrifað undir samninga án þess að nokkuð hafi gerst.

Björgin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband