Þriðjudagur, 4. maí 2010
Steingrímur J.:Ná þarf niður launakostnaði hins opinbera
Þetta snúist ekki um launahækkun hjá seðlabankastjóra heldur um það hversu mikið laun hans lækka frá því sem áður var. Núverandi seðlabankastjóri stefni á að verða á mun lægri launum en forverar hans í starfi.
Allir þurfi að leggjast sitt af mörkum við að lækka hæstu laun í samfélaginu og hið opinbera hafi gert það, segir Steingrímur. Búið sé að lækka laun ráðherra, alþingismanna, dómara og forstjóra í opinberum fyrirtækjum. Þetta sé tímabundin skipan mála, sem tók til ársins í fyrra og gildi út þetta ár. Seðlabankastjóri hafi skilning á því að launahækkun komi ekki til greina.
Steingrímur segir lögin vissulega þannig að hægt væri að fjallla sérstaklega um kjaraþátt seðlabankastjóra. Það ákvæði gildi ekki um úrskurði kjararáðs gagnvart öðrum opinberum embættismönnum og forstjórum. Steingrímur treystir því að bankaráðið og seðlabankastjóri komist að ásættanlegri niðurstöðu í málinu. Engar ákvarðanir hafi verið teknar.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.