Neytendastofa sektar vegna skorts á verðmerkingum

Neytendastofa hefur sektað matvöruverslanakeðjurnar Krónuna og Hagkaup fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Í tilkynningu segir að í nóvembermánuði 2009 hafi starfsmenn Neytendastofu gert skoðun á verðmerkingum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

„Í þeirri skoðun voru m.a. gerðar athugasemdir við verðmerkingar í verslunum Hagkaupa Litlatúni og Holtagörðum og verslun Krónunnar Hvaleyrarbraut."

Neytendastofa beindi þeim tilmælum var beint til verslananna að bæta úr verðmerkingum svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar. „Skoðununum var fylgt eftir í janúar og febrúar 2010 þar sem í ljós kom að áðurnefndar þrjár verslanir höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum og því hefur Neytendastofa nú lagt 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Kaupás og 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Hagkaup."

(visir.is)
Það hefur löngum viljað brenna við að verðmerkingum væri ábótavant. Það er brýnt hagsmunamál neytenda að verkmerkingar séu í lagi.Þess  vegna eru aðgerðir Neytendastofu góðar.
Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband