Fjárhagsstaða Reykjavíkur betri en áður.Skuldir Orkuveitu skyggja á stöðuna

Rekstrarhalli var á Reykjavíkurborg í fyrra 1,7 milljarðar króna en var 71 milljarður árið 2008, samkvæmt ársreikningi sem lagður var fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Þennan halla má einkum rekja til þess að gengis- og verðlagsþróun var óhagstæðari en það sem opinberar spár gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var hins vegar jákvæð um rúmlega 9,7 milljarða án fjármagnsliða sem er  betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Borgarsjóður sjálfur var þó rekinn án halla í fyrra. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir í fréttatilkynningu að þetta megi þakka nýjum vinnubrögðum í fjármálastjórn borgarinnar. Fjárhagsáætlunin hafi verið unnin í samráði fulltrúa meirihluta og minnihluta í borgarstjórn. Þá hafi verið óskað eftir tillögum starfsmanna um sparnað og um þrjú hundruð tillögur verið nýttar við endurskoðun áætlunar í mars í fyrra. Rekstur A-hluta borgarsjóðs, en undir hann fellur hefðbundinn rekstur hjá borginni,  var jákvæður um 3,2 milljarða króna í fyrra sem er 900 milljónum meira en árið á undan.

Skuldastaða Orkuveitunnar og aðgerðarleysi í fjármálum fyrirtækisins varpar skugga á vel viðunandi stöðu borgarsjóðs. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í tilkynningu Dags segir hann að fjármálaskrifstofa borgarinnar birti skýrslu með þungvægum ábendingum sem ekki sé hægt að skilja öðru vísi en harða gagnrýni á afneitun og aðgerðarleysi meirihlutans í málefnum Orkuveitunnar.(ruv.is)

Það er gott,að fjárhagsstaða borgarsjóðs skuli hafa batnað. En miklar skuldir Orkuveitunnar,hátt á þriðja hundrað milljarðar,varpa skugga á fjármálin.Borgin er ábyrg gagnvart Orkuveitunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband