Vextir lækkaðir um hálft prósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig.

 

Í tilkynningu segir að vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 8,5% og daglánavextir í 10,0%.

Þessi lækkun er í takt við spár sérfræðinga sem gert höfðu ráð fyrir lækkun upp á 0,5 til 0,75 prósentustig.

(visir.is)

Þessi lækkun stýrivaxta er spor í rétta átt en þó ekki nægilega stórt spor. Nauðsynlegt er að lækka  vextina mikið meira til þess að koma atvinnulífinu vel í gang.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband