Fimmtudagur, 6. maí 2010
Spennandi þingkosningar í Bretlandi í dag
Mikil spenna er í þessum kosningum því kannanir hafa sýnt að hvorki Verkamanna- né Íhaldsflokkurinn fá starfhæfan meirihluta í þeim.Búist er við að Íhaldsflokkurinn fái flest atkvæðin en erfitt er að sjá hvort Verkamannaflokkurinn eða Frjálslyndir nái öðru sætinu.
Meðal frétta í fjölmiðlum í dag er að breska lögreglan rannsakar nú meint kosningasvik í þremur borgum landsins, London, Manchester og Yorkshire. Um er að ræða svindl á utankjörstaðaatkvæðum og fölsun á heimilisföngum kjósenda. Í London er lögreglan að rannsaka 23 slík tilvik en þau munu vera færri í Manchester og Yorkshire. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna þessa máls.
Kjördæmaráð Bretlands segir að við síðustu kosningar, árið 2006, hafa hertum öryggisreglum verið komið á fót til þess að koma í veg fyrir kosningasvik (visir,is)
Alls óvíst er hver eða hverjir fara með stjórn í Bretlandi eftir kosningar. Líklegast er,að Cameron leiðtogi íhaldsmanna taki við stjórnarforustu en þó er það engan veginn víst.Ef Verkamannaflokknum tekst að fá frjálslynda með sér í samsteypustjórn gæti Verkamannaflokkurinn haldið forsætisráðuneytinu og frjálslyndir fengju þá sennilega utanríkisráðuneytið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.