Alþingi ræðir mismunandi lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins

Rætt var á alþingi  í morgun um lífeyrissjóðina.Málshefjandi var Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins.Bjarni gagnrýndi það m.a. að ríkið ábyrgist skuldbindingar lífeyrissóðs ríkisstarfsmanna  án tillits til ávöxtunar hans..En aðrir lífeyrissjóðir verði að bjarga sér á eigin spýtur.

Þetta atriði hefur verið mikið rætt að undanförnu m.a. vegna þess að lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklu fé í bankahruninu.En það þarf að halda því til haga í þessu sambandi,að opinberir starfsmenn sömdu á  sínum tíma um það í kjarasamningum,að lífeyrisréttindi þeirra yrðu öruggari og betri en annarra og á móti afsöluðu þeir sér ákveðnum kjarabótum. M..ö.o. var samið um lífeyrisréttindin sem ígildi kjarabóta. Ef þessi réttindi verða tekin af  opinberum starfsmönnum getur verið að það þurfi að hækka kaup þeirra á móti.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Lífeyrisréttindi rædd á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband