Fimmtudagur, 6. maí 2010
Bankahrunið: Endurskoðendur brugðust.Þeir þögðu
Í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið er fjallað ítarlega um endurskoðun bankanna,bæði innri endurskoðun og ytri endurskoðun. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir,að ef endurskoðandi fái vitnesku um verulega ágalla á rekstri eða eitthvað annað sem geti veikt fjárhagsstöðu hlutaðeigandi fyrirtækis,eigi hann að upplýsa bæði stjórn fyrirtækisins og fjármálaeftirlitið um það. Rannsóknarnefnd alþingis spurði endurskoðendur fjármálafyrirtækjanna hvort þeir hefðu upplýst fjármálaeftirlitið í samræmi við umrætt lagaákvæði. Enginn þeirra hafði gert það.
Eftir fall bankanna hafa tapast tæpir 8 þúsund milljarðar eða sem svarar þjóðarframleiðslu Íslands í 5 ár.Endurskoðendur hljóta að hafa orðið þess varir,að eitthvað var að í rekstri bankanna en þeir þögðu. Hvers vegna? Það kemur fram í rannsóknarskýrslunni,að endurskoðunarfyrirtækin fengu greiddar óheyrilega háar upphæðir fyrir " endurskoðun" bankanna. Um það verður rætt frekar síðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.