Hreiðar Már handtekinn

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hann verður í haldi lögreglu í nótt þar sem héraðsdómari hefur tekið sér frest til hádegis til að úrskurða um gæsluvarðhald.

Hreiðar Már var handtekinn í lok skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara sem hófst í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá sérstökum saksóknara er Hreiðar Már grunaður um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti og brot gegn hlutafélagalögum. Til grundvallar rannsókninni eru kærur frá Fjármálaeftirlitinu og önnur gögn.(ruv.is)

Sérstakur saksóknari hafði tilkynnt,að hann mundi gefa út fyrstu ákærurnar í byrjun þessa mánaðar.Það má því búast  við miklum tíðindum frá honum á næstu dögum.Almenningur telur alltof seint hafa gengið í því að sækja stjórnendur bankanna til saka. En nú virðist loks skriður að komast á málið.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband