Föstudagur, 7. maí 2010
Enginn flokkur með meirihluta í Bretlandi
Íhaldsflokkurinn er stærsti flokkurinn í breska þinginu eins og staðan leit út eftir að niðurstöður lágu fyrir í 596 kjördæmum af 650 rétt fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tima.
Eins og spáð hafði verið virðist enginn flokkur í breska þinginu ná hreinum meirihluta. David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, segir það vera ljóst að Verkamannaflokkur Gordons Brown hafi misst umboð sitt til að fara með stjórn í landinu. Heimildir BBC fréttastofunnar úr breska forsætisráðuneytinu herma hins vegar að Brown ætli sér að freista þess að hefja viðræður um myndun meirihluta við frjálslynda demókrata. Spá BBC fréttastofunnar gerir ráð fyrir að Íhaldsflokkurinn fái 306 sæti í þinginu. Verkamannaflokkurinn og frjálslyndir demókratar fengu hins vegar samanlagt 317.
William Hague, utanríkisráðherra í skuggastjórn Íhaldsflokksins, segir að það yrði skammarlegt af Brown að reyna myndun meirihlutastjórnar með frjálslyndum demókrötum. Hátt settir menn í Verkamannaflokknum segja hins vegar að breska stjórnarskráin geri ráð fyrir því að forsætisráðherra í sitjandi stjórn eigi að hafa frumkvæðið að því að móta samsteypustjórn. (visir.is)
Hugsanlegt er,að Íhaldsflokkurinn myndi minnihlutastjórn,ef Frjálslyndir vilja verja slíka stjórn vantrausti en einnig er fræðilegur möguleiki að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir myndi samsteypustjórn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.