Gordon Brown vill mynda stjórn

Gordon Brown, foirsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þjóðina rétt í þessu og vék að stöðu mála eftir kosningarnar og þá staðreynd að enginn flokkur hefði fengið hreinan meirihluta í þingkosningunum í gær.

Brown vék að yfirlýsingum leiðtoga Frjálslyndra demókrata, sem kvaðst reiðubúinn til að ræða við þann sem fengi flest þingsæti, og sagði Brown að Frjálslyndir og Íhaldsflokkurinn ættu að fá þann tíma sem þeir þyrfti til að ræðast við. Brown sagðist sjálfur halda um stjórnartaumana þangað til niðurstaða fengist, en kvaðst reiðubúinn til viðræðna við forystumenn annara stjórnmálaflokk um framtíðarskipan mála.(ruv.is)

Ljóst er,að Brown er ekki alveg reiðubúinn að sleppa valdataumunum enda þótt hann  hafi tapað miklu í kosningunum.
Hann beitti fyrir frjálslynda með því að tala um að Verkamannaflokkurinn gæti hugsanlega stutt breytingar á kjördæmaskipaninni en það er eitt aðalstefnumál frjálslyndra að svo verði gert.Ég tel,að Brown ætti að segja af sér sem formaður Verkamannaflokksins og annar að taka við sem gæti ef gtil vill myndað stjórn með frjálslyndum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband