Föstudagur, 7. maí 2010
Jóhanna vill sameina ráðuneyti
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að geta lagt fram frumvarp á þessu vorþingi um sameiningu ráðuneyta og þar með fækkun þeirra.
Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn en ekki verið afgreitt þaðan. Málið sé enn í vinnslu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir enn eiga eftir að vinna í þessu máli en eins og kunnugt er hefur komið fram andstaða úr röðum Vinstri grænna með sameiningu ráðuneyta. Steingrímur útilokar ekki að Ögmundur Jónasson komi aftur inní ríkisstjórn, það eigi eftir að koma í ljós.
Árið 1970 voru ráðuneyti klofin í sundur og þeim fjölgað.Nú er aftur ætlunin að sameina ráðuneyti.Þetta er eins og í tískuheiminum.Kjólarnir styttast og síkka á víxl.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.