Föstudagur, 7. maí 2010
Hvor býður betur Brown eða Cameron?
Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag og kvaðst ánægður með niðurstöðuna úr kosningum, þótt flokkurinn hefði ekki náð hreinum meirihluta á þingi. Hann sagðist ætla að bjóða Frjálslyndum demókrötum til viðræðna, en möguleiki er á að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Frjálslyndra eða samsteypustjórn beggja flokka.
Cameron sagði að mikilvægt væri að mynda sem fyrst nýja stjórn, sem gæti skapað ró á fjármálamarkaði. Taka yrði á fjárlagahallanum þegar á þessu ári. Hann sagði einnig að íhuga bæri breytingar á kosningafyrirkomulaginu í Bretlandi.
Gordon Brown, forsætisráðherra, ávarpaði einnig þjóðina í dag. Hann sagði að Frjálslyndir og Íhaldsflokkurinn ættu að fá þann tíma sem þeir þyrftu til að ræðast við. Sjálfur myndi hann halda um stjórnartaumana þangað til niðurstaða fengist, en Brown kvaðst reiðubúinn til viðræðna við forystumenn annarra stjórnmálaflokka um framtíðarskipan mála. (ruv.is)
Ljóst er,að þeir eru nú í kapphlaupi,Brown og Cameron um að þóknast sem best Frjálslyndum.Frjálslyndir ráða því hvor flokkurinn verður við völd áfram,Íhald eða Verkamannaflokkur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.