Bankaráð Seðlabankans geri hreint fyrir sínum dyrum

Þórunn Sveinbjarnardóttir,formaður þingflokks Samfylkingarinnar,sagði í gær,að formaður bankaráðs Seðlabankans yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa hvers vegna hún hefði flutt tillögu í bankaráðinu um að hækka laun Seðlabankastjóra um 400 þús. á mánuði.Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,hefur upplýst,að  beiðni um launahækkun Seðlabankastjóra var ekki frá henni komin.Þórunn sagði,að formaður bankaráðsins hefði talað óskýrt í málinu og ekki viljað upplýsa hvers vegna hún hefði flutt umrædda  tillögu.Þórunn sagði,að fá yrði mál þetta á hreint.Stjórnarandstaðan hefur gert harða hríð að forsætisráðherra í þessu máli og má búast við að svo verði áfram þar til málið er algerlega upplýst.

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband