Íhaldsmenn og frjálslyndir ræddu saman alla sl. nótt

Enn ríkir óvissa um skipan næstu ríkisstjórnar Bretlands, en viðræður fulltrúa Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata stóðu fram undir morgun. Þegar þeim var slitið vörðust menn frétta, sögðu ýmist að málin hefðu verið reifuð, eða að upplýsingar bærust með tíð og tíma. BBC segir að David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, vilji bjóða frjálslyndum ráðherraembætti, og skipa nefnd til að fjalla um breytingar á kjördæmaskipan og kosningareglum. Hann sé þó ekki reiðubúinn að hverfa frá einmenningskjördæmaskipan og leggja tillögu um hlutfalsskosningu í þjóðaratkvæði, en það er meginkrafa Frjálslyndra demókrata. Þeir fengu 23 prósent atkvæða í fyrradag, næstum fjórðung, en aðeins 57 þingmenn af 650.

Ýmsir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi gera því skóna að efnt verði til nýrra þingkosninga fyrir árslok. Cameron vilji mynda minnihlutastjórn, og leggja stefnuskrá hennar í dóm kjósenda sem fyrst.

En það yrði stjórnmálaflokkunum dýrt spaug. Kosningabaráttan sem lauk í fyrradag kostaði þá samtals um 40 milljónir punda, jafnvirði um 7,6 milljarða króna. Einkum séu Frjálslyndir demókratar illa staddir, þeir hafi ekki efni á kosningum nema á fimm ára fresti.(ruv.is)

Svo virðist sem íhaldsmenn ætli að bjóða frjálslyndum sæti í ríkisstjórn,eitt eða fleiri en þeir vilja ekki fallast á kröfu frjálslyndra um breytta kjördæmaskipan. Verkamannaflokkurinn virðist hafa gengið lengra til móts við kröfur frjálslyndra í því efni.Það gæti ráðið úrslitum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

f


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband