Laugardagur, 8. maí 2010
Íhaldsmenn og frjálslyndir ræddu saman alla sl. nótt
Ýmsir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi gera því skóna að efnt verði til nýrra þingkosninga fyrir árslok. Cameron vilji mynda minnihlutastjórn, og leggja stefnuskrá hennar í dóm kjósenda sem fyrst.
En það yrði stjórnmálaflokkunum dýrt spaug. Kosningabaráttan sem lauk í fyrradag kostaði þá samtals um 40 milljónir punda, jafnvirði um 7,6 milljarða króna. Einkum séu Frjálslyndir demókratar illa staddir, þeir hafi ekki efni á kosningum nema á fimm ára fresti.(ruv.is)
Svo virðist sem íhaldsmenn ætli að bjóða frjálslyndum sæti í ríkisstjórn,eitt eða fleiri en þeir vilja ekki fallast á kröfu frjálslyndra um breytta kjördæmaskipan. Verkamannaflokkurinn virðist hafa gengið lengra til móts við kröfur frjálslyndra í því efni.Það gæti ráðið úrslitum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.