Laugardagur, 8. maí 2010
10 ára afmæli Samfylkingarinnar:Ekkert kampavín,aðeins hreinsunarátak
Samfylkingarfélög vítt og breitt um landið halda uppá 10 ára afmæli flokksins með margvíslegum hætti um helgina. Á laugardaginn mun Samfylkingarfólk í Reykjavík hittast og hreinsa til víða um borgina. Samfylkingin gengst einnig fyrir hreinsunarátaki á Akranesi, í Árborg, Hafnarfirði, Húnaþingi vestra, Reykjanesbæ, Sauðárkróki, Seyðisfirði og Hveragerði. Á sunnudaginn verður svo hreinsunardagur Samfylkingarfólks á Blönduósi, Ólafsfirði og í Borgarbyggð. |
Í tilefni af 10 ára afmæli Samfylkingarinnar hefur verið gefin út söngbók með textum 54 sönglaga. Hugmyndin að útgáfunni átti Árni Gunnarson formaður 60+ og fyrrverandi alþingismaður. Atli Heimir Sveinsson tónskáld valdi lögin í bókina. Björgvin Guðmundsson |
|
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.