Laugardagur, 8. maí 2010
Mun yfirheyra á 3.tug manna á næstunni
Starfsmenn hjá embætti sérstaks saksóknara vinna nú hörðum höndum að rannsókn nokkurra mála sem þeir Hreiðar Már og Magnús voru handteknir í tengslum við. Þar á meðal er meint markaðsmisnotkun tengd hlutabréfakaupum í Kaupþingi.
Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hafi verið kallaðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara eftir helgi. Þetta séu þeir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri bankans og Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kaupþingi. Sigurður er búsettur í Lundúnum en þeir Ingólfur og Steingrímur í Lúxemborg.(ruv.is)
Það er greinilega nóg að gera hjá sérstökum saksóknara.Ætlunin er að ráða mikinn fjölda nýrra starfsmanna til embættis hans,þar eð búist er við miklu álagi á næstunni.Eva Joly hafði spáð því,að mikið yrði um handtökur og ákærur í málefnum bankanna sem hrundu.I Noregi voru margir bankamenn fangelsaðir,þegar bankar lentu í erfiðleikum þar og sumir fóru í þrot.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.