Hundruð milljarða flutt inn á reikning í Luxemburg

Hundrað milljarðar króna voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun. Fjármagnsflutningarnir frá móðurfélagi bankans hér á landi til Lúxemborgar og annarra landa teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag.

Rannsókn á meintum lögbrotum stjórnenda Kaupþings er í fullum gangi en sérstakur saksóknari hyggst yfirheyra fjölda manns á meðan þeir Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson, tveir af æðstu stjórnendum fallna bankans, sitja í gæsluvarðhaldi.

Til stendur að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann bankans og samstarfsmenn Hreiðars og Magnúsar sem taldir eru geta varpað skýrara ljósi á meint sakarefni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var Magnús sóttur á Litla-Hraun í dag og hann yfirheyrður.

Fréttastofa sagði frá því skömmu eftir bankahrun að hundrað milljarðar hafi verið millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga rétt fyrir hrunið, aðallega til Lúxemborgar. Litlar skýringar voru á þessum millifærslum í gögnum bankans og vöktu þær á sínum tíma athygli skilanefndarinnar. Hreiðar Már og Sigurður Einarsson hafa ávallt neitað því að peningar hafi runnið úr sjóðum bankans rétt fyrir hrun.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru millifærslurnar meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar - en þær teygja anga sína inn í ýmis mál sem til skoðunar eru hjá embættinu.

Hluti af umræddum millifærslum munu vera lán til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum og skuldatryggingar á bankann, en þar leikur grunur á stórfelldri markaðsmisnotkun og eftir atvikum sýndarviðskiptum.  (visir.is)

Það er af nógu að taka til þess að rannsaka hjá Kaupþingi.Starfsemin þar  virðist öll hafa verið ein svikamylla,samskipti banka og fyrirtækja og samskiptin við starfsmenn.

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband