30 þús. lifa undir fátæktarmörkum

Talið er að um 30 þúsund Íslendingar lifi undir lágtekjumörkum. Nú stendur yfir fundur á Grand Hóteli um hvernig bregðast eigi við fátækt og afleiðingum hennar.

Formið á fundinum hefur verið kennt við þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra. Fólk úr ólíkum áttum kemur saman, hugleiðir gildi og lausnir á þjóðfélagsmeinum. Fundarmenn reyna í dag að svara afar stórum spurningum á borð við þá, hvernig megi draga úr fátækt, afleiðingum hennar og úr félagslegri einangrun. Svörin eru margskonar, til að mynda þurfi raunverulegt jafnrétti til náms, tækifæri til sköpunar, betra velferðarkerfi, lægra vöruverð og aukna atvinnu.

Ahmed Awad er frá Egyptalandi og hefur búið á Íslandi í 45 ár. Hann er einn þeirra sem sækir fundinn í dag. ,,Það þarf að hafa lágmarkslaun eða framfærslu í kring um 250 þúsund krónur og lækka skatta. Það myndi hjálpa mjög mikið,“ segir Awad.

Borghildur Guðmundsdóttir situr líka fundinn. hún telur atvinnusköpun lykilatriði. ,,Ég held að það sé mjög mikilvægt að hækka lágmarkslaun og ég held að það þyrfti líka að halda betur utan um barnafjölskyldur. Í sambandi við félagslega einangrun, þá held ég að það þurfi að vera meira skipulag á starfseminni, til að mynda skyldumæting fyrir atvinnulausa eða þá sem eru á bótum til að halda þeim úti í umhverfinu og kynnast nýju fólki og þess háttar,“ segir Borghildur.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband