Komið að innköllun veiðiheimilda

Ríkisstjórnin hefur setið í eitt ár.Það er nægur tími til þess að undirbúa innköllun veiðiheimilda samkvæmt stjórnarsáttmálanum.Kjósendur stjórnarflokkanna vilja fara að fá að heyra eitthvað ákveðið um  framkvæmd á þessu kosningaloforði ríkisstjórnarinnar.Menn vilja heyra eitthvað ákveðið en ekki útúrsnúninga eins og verið hefur fram að þessum.Nefndin,sem sjávarútvegsráðherra skipaði til þess að undirbúa fyrningu veiðiheimilda, er sofnuð. Ekkert hefur heyrst til hennar lengi.Ef nefndin ætlaði upphafleg að ná samkomulagi við LÍU um málið getur hún gleymt því.LÍU samþykkir aldrei fyrningu veiðiheimilda.Það verður að framkvæma það mál í andstöðu við LÍÚ.Ríkisstjórnin verður að átta sig á því að ef hún ætlar að efna kosningaloforðið um fyrningu veiðiheimilda á 20 árum verður hún að gera það án samþykks. LÍÚ. Það getur verið að einhverjir útgerðarmenn samþykki fyrninguna en samtökin gera það ekki.Hins vegar er ef til vill unnt að  semja við útgerðarmenn um útfærslu á umbyltingu kvótakerfisins,t.d. varðandi það hvort bjóða eigi nýjar heimilir upp eða úthluta þeim eftir ákveðnum reglum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband