Lítil mengun í fiski á Íslandsmiðum

Mengun í fiski á Íslandsmiðum er lítil miðað við niðurstöður nýrrar skýrslu frá Matís. Ekkert hafsvæði í heiminum er laust við mengun en afleiðingar hennar í sjávarfangi geta til dæmis haft áhrif á þroska heila í fóstrum.

Helstu niðurstöður skýrlunnar sýna að mjög lítið magn er af lífrænum mengunarefnum í sjávarfangi sem veitt er við strendur Íslands. Þó eru undantekningar með afurðir unnar úr kolmunna og þorsklifur.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, segir að fyrir hinn almenna neytanda þýði það að það sé í góðu lagi að borða fisk. Í samanburði við önnur heimssvæði sé norður-Atlantshafið hreinna en mörg önnur svæði, fámennið á Íslandi hafi áhrif, en mengun geti borist með straumum frá öðrum löndum. Eystrarsaltið sé til dæmis talið með mengaðri hafsvæðum veraldar. Þar hafi komið fram áhrif á fólk sem neyti mikið af fiskafurðum af svæðinu.

Hrönn segir að sameiginlegt átak þurfi í heiminum um aðgerðir til að draga úr mengun í hafi og almenningur geti lagt sitt af mörkum með endurvinnslu og nýtingu á afurðum sem innihaldi ekki mengandi efni.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband