Andstaða gegn Brown eykst

Það skýrist að öllum líkindum í dag hvort að Frjálslyndir demókratar og Íhaldsflokkurinn myndi nýja ríkisstjórn á Bretlandi. Áhrifamenn innan Verkamannaflokksins vilja að Gordon Brown stígi til hliðar.

Stjórnarmyndunarviðræður milli frjálslyndra og íhaldssamra í Bretlandi halda áfram í dag, fjórða daginn í röð. Um helgina hittust Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra og íhaldsleiðtoginn David Cameron tvisvar á einkafundi. Áður höfðu áhrifamenn innan flokkanna fundað í allan gærdag um samstarf. Clegg segir að það skýrist í dag hvort að flokkarnir myndi ríkisstjórn.

Talið er að flokkarnir geti náð saman varðandi efnahag og skatta en Frjálslyndir demókratar leggja miklu áherslu á að breytingar verði gerðar á kosningakerfinu. Á það hafa íhaldsmenn ekki fallist en boðið þess í stað að málið verði rætt í þverpólitískri nefnd.

Á meðan á flokkarnir ræða um ríkisstjórnarsamstarf bíður Verkamannaflokkurinn á hliðarlínunni. Áður en Clegg gekk til fundar við Cameron í gær hitti hann Gordon Brown, leiðtoga Verkamannaflokksins, til þess að ræða möguleikann á samstarfi. 

Áhrifamenn innan Verkmannaflokksins telja að Brown verði að stíga til hliðar sem flokksleiðtogi og þvælast þannig ekki fyrir hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Komi til þess er talið líklegt að Harriet Harman, varaformaður flokksins, eða utanríkisráðherrann, David Miliband, taki við af Brown.(visir.is)

Ætli Verkamannaflokkurinn að vera áfram í stjórn verður að láta Brown hætta strax. Það virðist alger forsenda fyrir því að Verkamannaflokkurinn komist í stjórn að Brown hætti.

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband