Mánudagur, 10. maí 2010
70 ár frá hernámi Íslands
Tíundi maí 1940 er einn mikilvægasti einstaki dagurinn í sögu Íslands, segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. 70 ár eru síðan breskur her steig á land á Íslandi.
Guðmundur segir að á þessum degi hafi tugir þúsunda breskra hermanna komið til landsins. Þeim hafi fylgt gríðarlegar breytingar á lífi venjulegra Íslendinga. Stríðið hafi fært Ísland inn í nútímann á harkalegan hátt og undirstriki algerlega breytta stöðu Íslands í alþjóðamálum.(ruv.is)
Mér er enn minnisstætt,þegar bresku hermennirnir komu til Íslands.Ég átti þá heima á Nýlendugötu,skammt frá höfninni. Umferð hermanna varð þegar mikil og eftir nokkurn tíma voru reistir braggar í austurenda nýlendugötu. Við krakkarnir höfðum gaman af hermönnunum og þeir gaukuðu að okkur sælgæti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.