Mánudagur, 10. maí 2010
Risasjóður ESB hjálpar Evru og verðbréfamarkaðnum
Risavaxinn neyðarsjóður sem yfirstjórn ESB samþykkti í nótt hefur hleypt miklu lífi í markaðina í Evrópu í morgun. Vísitölur þeirra hafa hækkað á bilinu 3,5 til 5% í fyrstu viðskiptum.
Neyðarsjóðurinn er af stærðargráðunni 750 milljarðar evra. ESB mun leggja til 500 milljarða evra og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 250 milljarða evra. Sjóðnum er ætlað að styðja við hagkerfi Evrópuríkja með lánveitingum og kaupum á ríkisskuldabréfum.
Markaðir hafa tekið vel á móti neyðarsjóðnum og nokkur uppsveifla var á flestum Asíumörkuðum í nótt. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 3,5%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur hækkað um 3,4% og Cac 40 í París um rúmlega 5%. Þá hefur C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hækkað um 6,3% eftir mjög dapra síðustu viku.
Neyðarsjóðurinn hefur einnig valdið því að pundið og evran hafa styrkst gagnvart dollaranum.(visir.is)
Mjög mikið er í húfi að það takist að bjarga evrunni.Takist það ekki er hætt við að leggja verði evruna niður.Það yrði mikið áfall fyrir ESB.Auk þess snýst málið um það hvort unnt er að afstýra nýrri kreppu eða ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.