Nick Clegg heldur opnum dyrum til Verkamannaflokksins

Allt eins er búist við að það muni taka einhverja daga fyrir íhaldsmenn og frjálslynda demókrata að mynda ríkisstjórn í Bretlandi.

Ef það þá yfirleitt tekst. Margir íhaldsmenn eru sagðir þeirrar skoðunar að vænlegra væri að mynda minnihlutastjórn.

Samningaviðræður eru þó komnar það vel á veg að skuggaráðuneyti beggja flokkanna munu koma saman í dag til þess að fara yfir stöðuna.

Eitt af því sem strandar á er breytingar á kosningalögum. Demókratar leggja þunga áherslu á þær, en Íhaldsmenn streitast á móti.

Hinsvegar eru flokkarnir sammála um nauðsyn þess að taka fast á fjárlagahalla landsins.

Það kom dálítið á óvart að Nick Clegg formaður demókrata skyldi í gærkvöldi eiga einkafund með Gordon Brown, starfandi forsætisráðherra.

Brown fæst ekki til að segja af sér þótt ráðgjafar hans hafi hvatt hann til þess að vera ekki með eitthvað lágkúrulegt leynimakk.

Þótt samvinna Verkamannaflokksins og demókrata sé talin ólíklegri en hitt virðist Clegg ekki ætla að loka neinum dyrum.

Í morgun bárust svo fregnir af því að Clegg hefði átt hálftíma sínafund með Brown og að þeir ætli að hittast síðar í dag.

Fundir hans með Brown setja auðvitað aukinn þrýsting á Íhaldsflokkinn. (visir,is)

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband