Brown hættir í haust

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag, að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins í haust.

Brown tilkynnti jafnframt að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar ætluðu að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Frjálslyndir demókratar og Íhaldsmenn hafa rætt stjórnarmyndun síðustu þrjá daga og sögðu talsmenn þeirra í dag að viðræðurnar gengju vel, Frjálslyndir óskuðu eftir nánari útlistunum á nokkrum stefnumálum Íhaldsmanna. Frjálslyndir verða því í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við bæði Íhaldsmenn og Verkamannaflokkinn.
Tilkynningin um að Brown ætli að draga sig í hlé kemur ekki á óvart, Verkamannaflokkurinn galt afhroð í þingkosningunum í síðustu viku og Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hefur ítrekað gefið í skyn að samstarf við Verkamannaflokkinn komi ekki til greina með Brown sem forsætisráðherra. Það kom hins vegar á óvart að hann skyldi tilkynna þetta í dag. Brown sagði í dag að úrslit kosninganna sýndu að kjósendur treystu engum til fara með völd. Hann ætlaði því að segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins svo flokkurinn gæti valið nýja mann á flokksþingi í haust. Sjálfur myndi hann ekki vera í framboði og ekki styðja neinn frambjóðanda.

Ekki hafa borist nein viðbrögð frá Íhaldsmönnum vegna tilkynningarinnar um að Frjálslyndir demókratar og Verkamannaflokkurinn ætli nú að reyna að mynda stjórn á sama tíma og Frjálslyndir og Íhaldsmenn eru í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum.(ruv.is)

Það er skynsamlegt af Brown að ákveða að hætta.Menn verða að þekkja sinn vitjunartíma.Þessi ákvörðun gæti greitt leið fyrir stjórn Verkamannaflokksins og frjállyndra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband