Munu þeir finna Jón Ásgeir?

Slitastjórn Glitnis segir,að hún finni ekki Jón Ásgeir til þess að birta honum stefnu.Jón Ásgeir á að afhenda lista yfir eignir sínar innan 2 ja sólarhringa eftir að honum hefur borist stefnan.Geri hann það ekki er unnt að fangelsa hann.En fresturinn byrjar ekki að telja fyrr en hann fær stefnuna. Svo virðist sem enginn viti hvar Jón Ásgeir býr.Þess vegna gengur illa að birta honum stefnuna.Sennilega mun Jón Ásgeir ekki  láta ná í sig á næstunni.

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar alþingis hafa allir bankarnir lánað  eigendum sínum og tengdum aðilum óheyrilega háar upphæðir.Slitastjórn Glitnis kallar slíkar lánveitingar samsæri eigenda og bankarán. Það er ef til vill rétt.En það þurfti ekki að fá erlent fyrirtæki til þess að komast að þeirri niðurstöðu.Það stendur allt í skýrslunni. Það eina sem kemur til viðbótar í skýrslu Kroll en að um klíku hafi verið að ræða!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband