Verður Icesave leyst innan mánaðar

Ríkisstjórnin vill láta á það reyna hvort unnt sé að ná Icesave-samkomulagi við Breta og Hollendinga fyrir þingkosningarnar í Hollandi eftir tæpan mánuð og ræddi málið við forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag.

Fyrir þá sem voru búnir að gleyma Icesave, þá er rétt að rifja upp að þjóðin kaus um málið fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að forseti Íslands sendi það í þjóðaratkvæði.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það sitt mat að dagana fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafi bara verið þumlungur á milli. Samningur hafi þá verið að smella á sem hafi verið töluvert miklu betri en Íslendingar hafi áður gert sér vonir um.

Nú þegar bresku kosningarnar eru frá og enn fjórar vikur til þingkosninga í Hollandi vill ríkisstjórnin freista þess að klára málið, þrátt fyrir viðsjár í evrópskum fjármálum.

Össur segir ýmislegt benda til þess að það sé núna gluggi, fyrir hollensku kosningarnar, og hann sé þeirrar skoðunar að það eigi að láta á það reyna.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, segir að samninganefndin hafi ennþá umboð til að semja fyrir hönd ríkisins og það hafi ekki verið kallað til baka. Hvort þeir hafi efasemdir um framhaldið svavar Gunnar Bragi að, ef eitthvað sé, þá nái Íslendingar betri samningi en verið hefur upp á borðinu. Samningsstaða Íslands hafi batnað frekar en hitt.(visir.is)

Vonandi tekst að leysa Icesave máliið fyrir þingkosningarnar í Hollandi.Lausn þessa máls hefur dregist alltof lengi og valdið þjóðarbúinu miklu tjóni.

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband