Á að handtaka stjórnendur bankanna?

Almenningi hefur fundist lítið hafa gengið í rannsókn fjársvikamála bankanna á sl. 1 1/2 ári.Enginn hefur verið ákærður.En fyrir nokkrum dögum dró til tíðinda. Sérstakur saksóknari lét þá handtaka nokkra yfirmenn Kaupþings vegna rannsóknarhagsmuna.Þar á meðal var Hreiðar Már fyrrum forstjóri Kaupþings.Einnig var gefin út handtökuskipun á Sigurð Einarsson fyrrum formann stjórnar Kaupþings en hann býr í London og neitaði að flýta för sinni til Íslands vegna yfirheyrslu.Svolítið  er skrítið með allar þessar handtökur. Tveir yfirmenn Kaupþings voru handteknir við komuna til landsins eftir að þeir höfðu setið saman í flugvél þar sem þeir gátu borið sig saman.Ekki verður séð hvaða tilgangi handtaka þessara tveggja manna þjónaði. Þeir voru að koma til landsins til þess að mæta í yfirheyrslu. Öðru máli gegnir með Sigurð Einarsson,sem neitar að mæta.

Síðan er nú hótað að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson. Slitastjórn Glitnir hefur stefnt 7 fyrrverandi eigendum og stjórnarmönnum Glitnis fyrir dómstól í New York. Þeir eru krafðir um á þriðja hundrað milljarða í skaðabætur fyrir að lána sjálfum sér og tengdum fyrirtækjum mikla fjármuni.Þá hefur slitastjórnin farið fram á það  í London,að eignir Jóns Ásgeirs um allan heim verði kyrrsettar.Hann á að  leggja fram lista yfir allar eignir sínar innan eins sólarhrings.Geri hann það ekki á hann yfir höfði  sér handtöku.Breskur lögfræðingur segir,að það hafi verið krafa bresku stjórnarinnar að einhverjir stjórnendur bankanna yrðu handteknir og að krafan hafi tengst afgreiðslu  AGS á láni til Íslands.En engir breskir bankamenn hafa verið handteknir þrátt fyrr fall margra breskra banka!

Það er gott að sérstakur saksóknari hefur tekið rögg á sig og að slitastjórnir eru einnig röggsamari en áður. Ef til vill geta slitastjórnir Kaupþings og Landsbankans lært eitthvað af slitastjórn Glitnis og látið hendur standa fram úr ermum.Miðað við skýrslu rannsóknarnefndar alþingis virðist ástandið hafa verið verst í  Kaupþingi en ástandið varðandi lán til eigenda og tengdra aðila hefur vissulega einnig verið slæmt í Landsbankanum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband