Fimmtudagur, 13. maí 2010
Eigendur allra bankanna ráku þá í eigin þágu
Rannsóknarnefnd alþingis gagnrýnir harðlega hve bankarnir lánuðu eigendum og tengdum aðilum mikla fjármuni.Svo virðist sem eigendur bankanna hafi talið strax eftir einkavæðingu að bankarnir væru fyrir eigendur en ekki fyrir þjóðina. Strax eftir að Björgólfsfeðgar eignuðust Landabankann fóru þeir að láta bankann lána sjálfum sér háar fjárhæðir og það hélt áfram alveg þar til Landsbankinn féll.Rétt fyrir fall bankans lánaði bankinn Björgólfsfeðgum 100 milljarða.Það sama gerðist í Kaupþingi og jafnvel í enn ríkari mæli en í Landsbankanum.Eins og fram hefur komið í máli gagnvart Hreiðari Má fyrrum forstjóra Kaupþings var verið að lána tengdum aðilum háar fjárhæðir alveg fram að hruni bankans. Meira að segja misfór bankinn með hátt lán,sem bankinn fékk í Seðlabankanum rétt fyrir hrun. Sömu sögu er að segja um Glitni eins og fram hefur komið í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn fyrrum eigendum og stjórnendum. Eigendur allra bankanna fóru með þá eins og þeir hefðu verið þeirra "prívat" eign og þeir reknir í þeirra þágu en ekki í þágu þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.