9-menningarnir,sem ruddust inn í þinghúsið, eru sekir

Réttarhöld yfir 9-menningum,sem ruddust inn í þinghúsið í fyrra og yfirbuguðu þingvörð,standa nú yfir í héraðsdómi.Talsverður hópur fólks hefur komið í hús héraðsdóms og viljað vera viðstaddur þinghaldið. Dómari hefur ekki viljað leyfa fleirum að vera í dómsalnum en komast í sæti. Öðrum hefur verið vísað út.Þetta hefur valdið óánægju og jafvel  reiði.Nú hefur einn þingmanna VG,Björn Valur,flutt þingsályktunartillögu um að ákæra á hendur 9 menningunum verði dregin til baka.

Það tel ég ekki koma til greina. Þeir sem ruddust inn í alþingi og yfirbuguðu þingvörð,þ.e. beittu ofbeldi,verða að svara til saka. Hversu réttmæt sem mótmæli kunna að vera getum við ekki réttlætt ofbeldi. Við verðum að standa vörð um þinghúsið og ef við sleppum þeim sem beita ofbeldi til þess að komast þangað inn, erum við að slaka á  varðstöðu um þing og þinghús. Hinir seku verða að fá réttmætan dóm.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband