Árni Páll við sama heygarðshornið

Árni Páll félagsmálaráðherra,sem skar niður lífeyri aldraðra og öryrkja 1.júlí sl.  er við sama heygarðshornið.Nú vill hann skera niður meira í velferðarkerfinu.Í fyrra skar hann niður 4 milljarða hjá almannatryggingum áður en hann vissi að 4 milljarðar spöruðust hjá tryggingunum vegna þess að unnt var að skerða tryggingabætur aldraðra um þá fjárhæð með því að fjármagnstekjur  þeirra reyndust hærri en áætlað hafði verið.

Vísir,is segir svo frá áformum ráðherrans:" Óhjákvæmilegt er að fækka starfsmönnum í velferðarkerfinu og skera niður í almannatryggingakerfinu til að ná fram þeirri 40 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstinum sem nauðsynleg er. Þetta segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Störfum muni meðal annars fækka í heilbrigðisþjónustu, skólum sem og þjónustu við fatlaða og aldraða.

Árni Páll segir að forgangsraða þurfi af meiri krafti en áður hefur verið gert til að ná að draga saman í ríkisfjármálum.

Hann vonast til að ekki þurfi að skera niður velferðaþjónustu um meira en 6%, en þá þurfi annar hluti ríkisrekstrarins að bera 9%. Jafnvel þó ekki væri skorið meira niður kalli það samt á mikla fækkun starfa í grundvallarþjónustu og sparnað í almannatryggingakerfinu.

Árni Páll segir að vandinn við slíka aðhaldskröfu sé að henni verði ekki mætt í velferðarkerfinu nema með fækkun starfa í allri velferðarþjónustunni. Hvort það er í heilbrigðisþjónustunni, eða í skólunum eða í þjónustu við fatlaða eða aldraða.

Allir þurfi að vera reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að draga saman í ríkisrekstrinum. Nú þurfi hvert og eitt ráðuneyti að fara yfir þetta verkefni. Undirbúningur fyrir fjárlög næsta árs sé byrjaður. Árni Páll segir að reyna verði að flytja fjármuni í kerfinu frá þeirri þjónustu sem megi betur við að bíða í 36 eða 48 mánuði í stað brýnna velferðarverkefna."

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband