Laugardagur, 15. maí 2010
Hverjir sugu mest út úr bankakerfinu?
Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Bjórgólfsson fengu að láni frá íslensku bönkunum 318 milljarða ísl. kr. fyrir hrun,mest í Landsbankanum,Björgólfur Thór 169,9 milljarða kr. og Björgólfur Guðmundsson 148 milljarða kr. Exista fékk 308 milljarða kr. frá bönkunum, mest frá Kaupþingi,Tchenquiz fékk 278,8 milljarða kr. mest í Kaupþingi,Baugur 226 milljarða mest frá Kaupþingi,Stoðir fengu 165,6 milljarða kr. mest í Landsbankanum, Kjalar,félag Ólafs Ólafssonar fékk 146,7 milljarða kr..mest frá Kaupþingi,Landic Property fékk 141,4 milljarða kr. mest frá Kaupþingi og Eimskipafélag Íslands fékk 104,8 milljarða,mest frá Landsbankanum.Þannig mætti áfram telja.Næst kemur mikill fjöldi fyrirtækja sem var með í kringum 100 milljarða hvert úr bönkunum.Með öðrum orðum:Fjöldi fyrirtækja hér sogaði mikla fjármuni út úr bankakerfinu og lítið sem ekkert var greitt til baka.
Erfitt er að sjá hverjir voru duglegastir að soga fjármuni út úr bönkunum. En svo virðist sem félögum og einstaklingum hafi gengið best að ná peningum út úr Kaupþingi.Þar virðist hafa verið um samspil milli banka og fyrirtækja að ræða,sjálfsagt til þess að halda hlutabréfaverði uppi enda mikið um lánveitingar til hlutabrefakaupa að ræða. Þetta var einnig leikið í hinum bönkunum enda þótt það væri ekki í eins ríkum mæli og hjá Kaupþingi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.