Sunnudagur, 16. maí 2010
Magma Energy vill eignast HS orku svo til að fullu!
Magma Energy á um 46% hlut í HS Orku, en Geysir Green Energy sem er orkufélag í meirihlutaeigu Atorku og Íslandsbanka á um 52% hlut.
Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavík, Garður og Vogar eiga tæp 2%. Magma hefur lýst yfir áhuga á að eignast stærri hlut í HS orku, en fjármálaráðherra brást harkalega við í fyrrasumar þegar Magma jók við fjárfestingu sína í félaginu, og vildi takmarka eignarhlut erlendra fyrirtækja í innlendum orkufyrirtækjum við 50%.
Fyrirtækin hafa átt í samningaviðræðum að undanförnu um kaup Magma á hlut Geysis Green, en verðmæti hlutarins er á bilinu 10-20 milljarðar króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu ekki veita upplýsingar um stöðu samningaviðræðanna.
(ruv.is)
Ég tel varhugavert að láta erlent fyrirtæki eignast HS orku svo til að fullu.Að vísu hafa fyrirtæki á EES svæðinu rétt á því að kaupa hluti í íslenskum orkufyrirtækjum.En talið er,að sænska fyrirtækið,sem kemur fram fyrir hönd Magma sé skúffufyriirtæki,leppfyrirtæki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.