Sunnudagur, 16. maí 2010
8060 heimili nutu félagslegrar heimaþjónustu sl. ár
Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Árið 2009 nutu 8.060 heimili félagslegrar heimaþjónustu og hafði þeim fjölgað um 196 (2,5%) frá árinu á undan og um 434 (5,7%) frá árinu 2007. Rúmlega þrjú af hverjum fjórum þessara heimila voru heimili aldraðra eða 6.160 (76,4%). Á þessum heimilum aldraðra bjó 7.691 einstaklingur og jafngildir það 20,3% þeirra landsmanna sem eru 65 ára og eldri. Í Reykjavík naut tæplega fjórðungur (24,2%) 65 ára og eldri félagslegrar heimaþjónustu. Meðalfjöldi vinnustunda á heimili árið 2009 var 118 (tæplega 3 stundir á viku) og hafði meðalfjölda vinnustunda fækkað um 7 frá árinu á undan.
Árið 2009 fengu 5.994 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 965 (16,1%) frá árinu áður og um 1.714 (40%) frá 2007. Fjölmennasti hópurinn árið 2009 sem fékk fjárhagsaðstoð var sem fyrr einstæðir barnlausir karlar (42,2% heimila) og einstæðar konur með börn (29,3% heimila).
Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2009 bjuggu 10.427 einstaklingar eða 3,3% þjóðarinnar, þar af voru 3.892 börn (17 ára og yngri) eða 4,8% barna á þeim aldri. Árið 2007 bjuggu 7.997 einstaklingar eða 2,6% þjóðarinnar á slíkum heimilum, þar af voru 3.284 börn eða 4,1% barna.( hagstofan)
Félagsleg heimaþjónusta er mjög góð starfsemi,ekki síst sá hluti hennar sem tekur til aldraðra en það voru 3/4 heimilanna.Með því að bjóða upp á þessa starfsemi sparast stórfé,þar eð aldraðir geta þá lengur búið heima og þurfa ekki eins fljótt að fara á hjúkrunarheimili.
Björgvin Guðmundssoin
Talnaefni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.