Sunnudagur, 16. maí 2010
Iðnaðarmenn vilja efla Íbúðalánasjóð
Samiðn, Samband iðnfélaga, krefst þess að Íbúðalánasjóður verði styrktur til að koma þeim eignum sem sýnt er að ekki seljast næstu árin í sérstakt eignarhaldsfélag. Þannig verði komið í veg fyrir að þau íþyngi rekstri íbúðalánasjóðs og hafi áhrif á útlánavexti sjóðsins. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins sem samþykkt var á ársþingi þess sem lauk í dag.
Samiðn krefst þess jafnframt að staðið verði við fyrirheit sem gefin voru í stöðugleikasáttmálanum um öflugt átak til að örva atvinnusköpun og fjölga atvinnutækifærum. Með öflugu átaki í uppbyggingu í orku og stóriðju skapast forsendur fyrir viðsnúningi í íslensku efnahagslífi og hagvexti.
(visir.is)
Mér virðast þessar kröfur frá Samiðn vera eðlilegar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.