VG á móti sölunni til Magma Energy

Magma Energy hefur keypt allt hlutafé Geysis Green í HS Orku og á nú ríflega 98% hlutafjár í HS Orku. Salan fór í gegn þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi óskað eftir því að henni yrði slegið á frest. Allur þingflokkur Vinstri grænna er á móti sölunni.

Magma greiðir sextán milljarða króna fyrir 52% hluta Geysis Green í HS Orku. Kaupverðið er greitt í reiðufé auk þess sem Magma tekur yfir skuldir Geysis Green við Reykjanesbæ. Magma átti fyrir ríflega 46% hlut og á því nú ríflega 98% í HS Orku. Restin er í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Garðs og Voga. Forsvarsmenn Magma funduðu með Katrínu Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, í morgun, en salan var tilkynnt blaðamönnum stuttu síðar.

Þegar fréttir bárust af því að til stæði að selja 52% hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma Energy, óskuðu stjórnvöld eftir því að ekki yrði gengið frá sölunni til þess að færi gæfist til að skoða stöðuna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að þessum óskum hafi verið hafnað. Þetta sé sorgleg þróun á málinu. Steingrímur segist ekki átta sig á því af hverju þessi sanngjarna krafa stjórnvalda sé ekki virt, enda sé ýmislegt óútkljáð í auðlindamálunum.

Steingrímur segir að í farvatninu sé að móta skýrari lög um þessi mál, í samræmi við nýja skýrslu sem nefnd skipuð síðastliðinn vetur hefur skilað. Hann kannast ekki við að misvísandi skilaboð hafi borist frá ríkisstjórn um þetta mál. Steingrímur er ekki viss um að hann ræði við fulltrúa Magma í dag. Málið verður rætt í ríkisstjórn á morgun.(ruv.is)

Það er undarlegt,að Magma Energy skyldi ekki virða ósk fjármálaráðherra um frestun á málinu.Það er engan veginn víst,að salan standist m.a. vegna þess að sænska félagið,sem kemur fram fyrir Magma er leppfélag,skúffufélag sem í rauninni er ekki til .

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem fyrrum hluthafi í Jarðborunum og síðar Atorku er eg mjög tortrygginn. Nánast allur sparnaður minn og fjölskyldu síðastliðin 20 ár í formi hlutabréfa hvarf í einhverju furðulegu fjármálaplotti braskara.

Það þarf þegar að hefja opinbera rannsókn á þessu einkennilega fyrirtæki, fjármálum þess, umsvifum og tengslum við önnur fyrirtæki og stjórnmálamenn. Greinilegt á að negla niður einhverja samninga sem bindur alla landsmenn, lífeyrissjóði um langa framtíð. Ef þessi samningur verður þá má reikna með gegndarlausri sókn í orkuforða Reykjaness sem mun að sögn reyndra og varkárra vísindamanna á borð við Stefán Arnórsson jarðhitasérfræðing eyðileggja þessi jarðhitasvæði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.5.2010 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband