Þriðjudagur, 18. maí 2010
Laun hækka- lífeyrir aldraðra lækkar!
Á sl. ári hækkuðu laun þeirra,sem hafa 220 þús.og minna í mánaðarlaun um 10%.Á sama tíma fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun á lífeyri sínum.Þvert á móti voru kjör lífeyrisþega skert 1.júlí sl. Ríkið setti inn framlög í fjárlög vegna hækkunar lægstu launa,svo og vegna áhrifa af gengislækkun krónunnar.En ekkert framlag var sett inn til þess að bæta kjör lífeyrisþega.
Hér er um mismunun að ræða,sem sennilega er mannréttindabrot.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa.Ef kaup hækkar hjá launþegum á lífeyrir að hækka hjá öldruðum og öryrkjum.Þannig var það þegar íhaldið stjórnaði.En " félagshyggjustjórnin" lítur öðru vísi á málið.Hún telur að þegar laun verkafólks batna eigi að skerða kjör aldraðra og öryrkja. Ekki var annað að skilja á félagsmálaráðherranum,þegar hann kom fram í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum.Hann boðaði kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja.
Krafa eldri borgara er skýr. Það verður strax að leiðrétta lífeyri þeirra til samræmis við þær kauphækkanir,sem launþegar hafa fengið og það verður að aftukalla kjaraskerðinguna,sem varð 1.júlí sl.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.