Þriðjudagur, 18. maí 2010
Aðeins 412 bótaþegar fengu fulla verðlagsuppbót!
Því hefur verið haldið fram,að eldri borgarar og öryrkjar hafi fengið svo miklar kjarabætur um áramótin 2008/2009,að ekki þyrfti að bæta kjör þessara hópa meira. Þetta er alrangt og alger vinnukenning.Samkvæmt eldri lögum áttu lífeyrisþegar að fá verðlagsuppbót á lífeyri sinn 1.janúar 2009 vegna undanfarandi verðlagshækkana.Staðið var við þessa verðlagshækkun gagnvart þeim,sem höfðu engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum.Þeir fengu tæplega 20 % hækkun eða sem svaraði verðlagshækkunum.En hinir fengu aðeins hálfa verðlagsuppbót eða tæplega 1o%. Þeir,sem fengu fulla verðlagsuppbót,þ.e. einhleypingar með tekjutryggingu og heimilisuppbót voru aðeins 412 talsins.Aðrir fengu minna.
Lífeyrisþegar eiga því inni miklar verðlagsuppbætur.Annað hvort eiga þeir að fá fullar verðlagsuppbætur eða hækkun á lífeyri til samræmis við kauphækkun verkafólks.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Björgvin.
það er nú fremur merkilegt að öryrkjabandalagið berst meira fyrir rettindum sinna manna en félag eldriborgara gerir.
Það gæti komið til af því að þeir sem virkilega gætu haft áhrif hafa nóg fyrir sig og nenna ekki þrasinu.
En eg segi eins og er að með útborgaðar 125 þúsund frá TR er ekki hægt að halda heimili.
Það er ekki hægt að vera til með þau laun.
Bestu kveðjur
Erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.5.2010 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.