Þriðjudagur, 18. maí 2010
Dagur gagnrýnir niðurskurðarstefnu Árna Páls í velferðarmálum
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur komið á framfæri alvarlegum athugasemdum" við forystu ríkisstjórnarinnar og Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga Árna um nauðsynlegan niðurskurð í velferðarkerfinu. Á dögunum sagði Árni óhjákvæmilegt að fækka starfsmönnum hins opinbera. Borgarstjóri spurði Dag út í ummæli flokksfélaga síns á borgarstjórnarfundi í dag.
Að mati Dags er óásættanlegt að niðurskurður í velferðarkerfinu leiði til uppsagna og öllu máli skipti að staðinn verði vörður um þjónustuna eins og nokkur er kostur.
Dagur sagði hagræðingu nauðsynlega en að þar séu fleiri leiðir færar en fækkun starfa. Þá sagði hann flest benda til þess að niðurskurðarþörfin sem lá yfirlýsingum ráðherra til grundvallar hafi verið ofmetin og miklu nær er að leita hagræðingar í samvinnu við verkalýðsfélög, starfsfólk og stofnanir.
Þessu sagðist Dagur ætla að fylgja fast eftir við útfærslu niðurskurðar ríkisfjármála í sumar og haust, að því er fram kemur í tilkynningu. Því er bætt við að hið sama eigi við um stjórn borgarinnar. Velferð og atvinna skipta mestu máli í kreppu," sagði Dagur að lokum.(visir.is)
Ég styð sjónarmið Dags heilshugar og tek undir stefnu hans í velferðarmálum.Ég tel stefnu Dags mun skynsamlegri í velferðarmálum en stefnu Árna Páls.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig ætla menn að halda upp óskertri þjónustu með minnkandi tekjum ríkissjóðs. Þessi ríkisstjórn er búin að gera allt vitlaust sem hægt er að gera vitlaust. Reyna að skattleggja sig út úr kreppunni sem var dæmt til að mistakast. Draga úr framkvæmdum hins opinbera og koma í veg fyrir skynsamlega nýtingu virkjanakosta. Leggja stein í götu atvinnu uppbyggingar. Skera ekki niður ríkisreksturinn strax. Árni hefur rétt fyrir sér það verður ekki komist hjá því að skera niður. Fækka starfsmönnun og lækka bætur. Þetta hefur einkageirinn þurft að gera miskunarlaust og nú er komið að ríkinu. Meðan þessi arfavitlausa hagstjórn er stunduð hérna þá eigum við ekki séns í helvíti að koma okkur úr þessari kreppu.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.