Erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 100 þúsund

Erlendum ferðamönnum hér á landi gæti fækkað um meira en hundrað þúsund á þessu ári miðað við árið í fyrra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Þar segir að alvarleg staða sé komin upp í íslenskri ferðaþjónustu. Komum ferðamanna til landsins hafi fækkað um 22% í apríl. Haldi þeim áfram að fækka gæti það haft í för með sér tugmilljarða króna minni gjaldeyristekjur miðað við það sem áætlanir hafa gert ráð fyrir. Vegna þessa verður ráðist í sjö hundruð milljóna króna markaðsátak í maí og júní, eins og áður hefur verið greint frá í fréttum.

 

(ruv.is)

Það er alvarlegt mál,ef ferðamönnum fækkar jafnmikið og mest gæti orðið.Það þarf að gera allt sem mögulegt er til þess að snúa þessari þróun við,þ.e. kynna Ísland  og leiðrétta rangfærslur sem komist hafa á kreik.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband