Föstudagur, 21. maí 2010
Hvar á að spara í ríkisrekstrinum?
Hvar á að spara í ríkisrekstrinum ef ekki má spara í velferðarkerfinu? Það er víða unnt að spara? Þaö á að taka alla ráðherrabílana af ráðherrunum og selja þá.Síðan geta ráðherrarnir ekið á sínum eigin bílum eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins verða að gera.Það má hafa 1-2 bíla á stöð til notkunar fyrir erlenda gesti ríkisins þegar mikið liggur.Það má skera mikið niður í samgöngumálum og í utanríkisráðuneytinu.Nauðsyn brýtur lög.Á meðan kreppan er verður að fækka sendiráðum.Og hið sama er að segja um menntamálin.Það verður að fækka háskólunum (sameina þá) á meðan verið er að loka fjárlagagatinu.En það má ekki skera niður í almannatryggingum eða á Landsspítalanum.Það er búið að skera niður eins og unnt er á Landsspítalanum.Og það þarf að afturkalla kjaraskerðinguna hjá lífeyrisþegum.Ef þörf krefur verður að lengja tímann,sem ætlaður er til niðurskurðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.