Fær Jón Gnarr allt fylgið?

Svo virðist sem væntanlegar borgarstjórnarkosningar í Reykjavík verði platkosningar.Það verður ekki kosið um störf borgarstjórnar eða stefnuskrá þeirra flokka,sem verið  hafa í borgarstjórn.Nei það verður kosið um vinsælan skemmtikraft,Jón Gnarr,sem sagði í upphafi að hann vildiu fá þægileg innivinnu!Þeir Reykvíkingar,sem segjast vilja kjósa Besta flokk Jóns Gnarr eru greinilega  óánægðir með gömlu stjórnmálaflokkana vegna bankahrunsins og út af því rugli,sem var í borgarstjórn fyrri hluta kjörtímabilsins. Gallinn er aðeins sá,að þetta eru " vitlausar" kosningar.Borgarstjórn ber ekki ábyrgð á bankahruninu.Nei það var landsstjórnin og alþingi.Það á að refsa þeim flokkum,sem einkavæddu bankana og  framkvæmdu þá frjálshyggju,sem setti efnahagslífið  á hliðina.Þessir flokkar voru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn.Það á að refsa  þeim í þingkosningum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband