Laugardagur, 22. maí 2010
Beitti Magma blekkingum?
Magma Energy birti heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir: ,,HS Orka er nú nær alfarið í eigu Magma Energy, sem er fjárhagslega öflugt hlutafélag skráð á markaði í Toronto í Kanada."
Svandís Svavarsdóttir segir auglýsinguna undirstrika það sem margir hafi bent á. Fyrirtækið sé kanadískt og kaupin hafi því verið af hendi kanadísks fyrirtækis. Svo virðist sem blekkingum hafi verið beitt þegar fyrirtæki var stofnað í Svíþjóð til að kaupa hluti í HS Orku svo sneiða mætti hjá íslenskri löggjöf.
Svandís segir að kaupin hafi verið rædd innan nefndar um erlendar fjárfestingar og að meirihluti nefndarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið í Svíþjóð væri fullgilt fyrirtæki . Fulltrúi vinstri grænna í nefndinni hefði hins vegar viljað að kaupin yrðu úrskurðuð ólögmæt. Svandís vill að nefndin fjalli um kaupin á nýjan leik. Það sé ólíðandi að íslensk lög séu sniðgengin.( ruv.is)
Ég er sammála Svandísi.Það þarf að taka málið upp í nefnd um erlenda fjárfestingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.