Veðbanki telur,að Besti flokkurinn fái ekki meira en 15-20 %

Ekki eru miklar líkur á að Besti flokkurinn nái meirihluta í borginni í kosningunum næstu helgi að mati veðbanka. Mestar telur bankinn líkurnar á því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking vinni kosningarnar.

Samkvæmt skoðanakönnun sem Stöð 2 birti í gær nær Besti flokkurinn, með Jón Gnarr í broddi fylkingar hreinum meirihluta í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum næstu helgi. Sýnir könnunin að flokkurinn fengi fjörtíu og fjögur prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju 21 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa hvor. Það ætti því samkvæmt þessu að vera líklegt að Besti flokkurinn fái yfir fjörtíu prósent atkvæða í kosningunum. En það er ekki allir á því.

Nú er hægt að veðja á hinar ýmsu útkomur sveitarstjórnarkosninganna hjá Betsson. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem veðbanki býður upp á veðmál í sveitarstjórnarkosningum hér á landi. Gefur veðbankinn mögulegum úrslitum stuðla frá einum og upp í þrjátíu en eftir því sem stuðullinn er hærri þeim mun minni lýkur telur veðbankinn á að þau úrslit verði að veruleika. Og það er áhugavert að skoða mat veðbankans á úrslitum kosninganna.

Veðbankinn telur litlar líkur á að Besti flokkurinn fái yfir þrjátíu og fimm prósenta fylgi eins og skoðanakannanir gefa til kynna. Veðji bankinn á rétt mun Besti flokkurinn fá fimmtán til tuttugu prósenta fylgi. Þá telur veðbankinn mestar líkur á að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fái flest atkvæði í borginni en ekki Besti flokkurinn og við mat sitt á því hver verður næsti borgarstjóri skorar Jón Gnarr ekki hátt. Sé veðjað á að hann taki við borgarstjórnarstólnum er hægt að sexfalda þá upphæð sem lögð er undir.

Og nú er bara spurning hvort sýni vilja borgarbúa betur, veðbankinn eða skoðanakannanir.(r8uv.is)

Kosningarnar á laugardag munu leiða í ljós hvort skoðanakönnun Fréttablaðsins eða veðbankinn  hafa rétt fyrir sér.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband