Gliðnun milli lágmarkslauna og lífeyris aldraðra hefur aukist

Ólafur Ólafsson,fyrrverandi landlæknir, var ötull baráttumaður eldri borgara á meðan hann var formaður Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík.M.a. barðist hann hatrammlega gegn gliðnuninni,sem hann kallaðiu svo,þ.e. gliðnun milli lágmarkslauna og lífeyris aldraðra.Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn stjórnuðu landinu var þessi gliðnun alltaf að aukast. Jóhönnu Sigurðardóttur tókst sem félagsmálaráðherra  eitt augnablik að jafna þessa gliðnun 1.september 2008.En það stóð ekki lengi.Strax 2009 byrjaði gliðnunin aftur og hefur haldið áfram síðan.Laun verkafólks hækkuðu 1.júní 2009 og aftur 1.nóv. sama ár  og 1.janúar 2010 án  þess að lífeyrir hækkaði nokkuð.Það þýðir,að gliðnunin hefur aukist á ný og heldur áfram að aukast. Laun  verkafólks eiga að hækka aftur 1.júní n.k. og 1.nóv. n.k.Verður fróðlegt að sjá hvort lífeyrir hækkar þá samhliða og vegna launahækkana ársins 2009.

Björgvin Guðmundsson

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband