Sunnudagur, 23. maí 2010
Aldraðir hafa verið hlunnfarnir
Það hefur verið reynt að koma því inn hjá almenningi,að aldraðir hafi fengið svo miklar kjarabætur í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks,að þeir þurfi ekki meiri kjarabætur nú.En þetta er blekking eins og ég mun nú sýna fram á:
Nýir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru gerðir í febrúar 2008.Laun verkafólks hækkuðu þá um 16% frá 1.febrúar og lægstu laun fóru í 145 þús. kr. á mánuði.En lífeyrir aldraðra hækkaði á sama tíma aðeins um 7,4%. og fór í 136 þús. hjá þeim sem aðeins höfðu tekjur TR.1.september 2008 hækkuðu bætur þeirra,sem aðeins höfðu tekjur frá almannatryggingum í 150 þús. á mánuði fyrir skatt hjá einhleypingum.Það voru aðeins 412 aldraðir sem fengu þessa hækkun.Aðrir fengu minni hækkun.Um áramótin 2008/2009 áttu aldraðir að fá tæplega 20% verðlagsuppbót á lífeyri sinn vegna undanfarandi verðlagshækkana.En þá var ákveðið að aðeins þeir sem væru eingöngu með tekjur frá TR fengju þessa fullu verðlagsuppbót ( 412 manns).En hinir fengu aðeins 9,8% verðlagsuppbót,þ.e. hálfa uppbót.Þarna voru flestir eldri borgarar hlunnfarnir eins og áður.
Á sl. ári hækkuðu laun verkafólks um tæp 10% og 1.jan sl. bættist við 2,5% hækkun.Aldraðir fengu enga hækkun á lífeyri en máttu sæta kjaraskerðingu 1.júlí sl. Launþegar fá á ný 10% kauphækkun á þessu ári.Alls hækka laun þeirra um 30% á gildistíma kjarasamnings þeirra.Það sem hér hefur verið rakið leiðir glögglega í ljós,að aldraðir hafa verið hlunnfarnir.Þeir hafa ekki fengið sambærilegar hækkanir og launþegar hafa fengið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er allt rétt hjá þér en yfirleitt fer það saman að þjófar segja aldrei rétt frá og það er mitt álit að félagsmálaráðherra sé að stela frá öldruðum úr sjóði sem þeir hafa greitt í svo áratugum saman til að hafa til elliáran þegar teknar voru af okkur í sjóð Almenna trygginga.
Hann gerir þetta sjálfsagt tel að geta greitt fyrir leiktækin(bílana), sem hann er að berjast fyrir að leiktækjamenn fái afslátt á.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.