Hverjir bera mestu ábyrgð á hruninu?

Þegar hlustað er á útvarpsstöðvarnar er algengt að hlustendur hringi og krefjist þess að einhverjir tilteknir þingmenn segi af sér vegna bankahrunsins.Helst er verið að krefjast þess,að þingmenn sem fóru í tímabundið leyfi segi alveg af sér.  Mér finnst vanta í þessa umræðu að rætt sé um hverjir beri í raun ábyrgð á hruninu.Ég tel,að þeir,sem beri mestu ábyrgðina séu  fyrrverandi eigendur og stjórnendur bankanna.Auk þess bera þeir sem héldu um stjórnvöl Fjármálaeftirlits og Seðlabanka mikla ábyrgð.Og síðan koma stjórnvöld og þá einkum þau stjórnvöld,sem einkavæddu bankana og fengu þá í hendur mönnum,sem kunnu ekki að reka banka og settu þá á hausinn á nokkrum árum.Fomenn stjórnarflokkanna,sem voru í stjórn þegar bankarnir voru einkavæddir bera mikla ábyrgð á hruninu.Rannsóknarnefnd alþingis telur,að 3 ráðherrar hafi gerst sekir um vanrækslu,þ.e. Geir H.Haarde fyrrum forsætisráðherra,Árni Mathiesen fyrrum fjármálaráðherra og Björgvin G.Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra.Ef til vill verða þeir dregnir fyrir landsdóm. Hins vegar tel  ég ekki þá þingmenn sem fengu styrki vegna prófkjara eða annarrar kosningabaráttu bera ábyrgð á hruninu af þeim sökum.Þegar heimtað er að þessir þingmenn segi af sér er verið að hengja baka fyrir smið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Einkavæðingin var hörmung. Man fyrir um 20 árum þá var Landsbankinn að tapa á laxeldi og loðdýraeldi og fleiru.Það var sagt að svoleiðis töp yrðu aldrei ef hann yrði einkavæddur.Töpin sem urðu fyrir 20 árum eru barnaleikur miðað við tjónið nú.Þá var talað í hundruð milljónum sem manni þóti ærin upphæð þá.Þó maður myndi margfalda þessar gömlu tölur með 3 eða 4 eru þær miklu lægri en það sem við stöndum frammi fyrir eftir einkavæðingarfloppið.

Hörður Halldórsson, 23.5.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband