Sunnudagur, 23. maí 2010
Össur ræddi við Bildt um umsókn Íslands að ESB
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, funduðu í Svíþjóð í fyrradag og ræddu meðal annars um leiðtogaráð Evrópusambandsins sem kemur að öllum líkindum næsta saman til fundar um miðjan næsta mánuð. Á fundinum verður tekin ákvörðun um það hvort sambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Ísland.
Bildt greinir frá fundinum með Össuri á heimasíðu sinni og tekur sérstaklega fram að Össur sé vinur sinn. Þeir hittist reglulega til að stilla saman strengi. Auk aðildarumsóknarinnar segir Bildt að þeir hafi talað um komandi sveitarstjórnarkosningar á Íslandi og fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í Kaupmannahöfn sama dag.(visir.is)
Það er mikils virði,að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skuli eiga greiðan aðgang að Bildt utanríkisráðherra Svía. Þeir eru góðir vinir.Leiðtogaráð ESB kemur saman um miðjan júní og mun þá hugsanlega ákveða að hefja aðildarviðræður við Ísland. ESB er þó kunnugt um það að mikil andstaða er gegn aðild meðal almennings á Íslandi.Hvort það hefur áhrif á afgreiðslu leiðtogaráðs ESB er óvíst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.