Sunnudagur, 23. maí 2010
Eldgosinu er lokið, í bili a.m.k.
Eldgosinu í Eyjafjallajökli er lokið, í bili að minnsta kosti. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, flaug yfir gosstöðvarnar á fjórða tímanum. Hann segir enga virkni í gígnum í Eyjafjallajökli. Hitamyndir sýni að hitinn á svæðinu er hvergi meiri en hundrað gráður. Það bendi til þess að dautt sé í gígnum. Magnús Tumi, bendir hins vegar á að gosið gæti að nýju á svæðinu hvenær sem er og því verði áfram fylgst vel með eldstöðinni.(ruv.is)
Þetta eru gleðifréttir. Gosið hefur valdið miklu tjóni hjá bændum, flugfélögunum og í ferðaþjónustunni.Einnig hefur það skaðað útflutninginn,þar eð útflytjendur hafa ekki getað sent ferskan fisk með flugi til útlanda reglulega eins og áður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.